Bílabíó á Selfossi

Botninn var sleginn í þjóðhátíðardagskrána á Selfossi með bílabíói á planinu við Hótel Selfoss í kvöld.

Dans- og söngvamyndin Grease var sýnd þar á 20 fm risaskjá og hljóðrásinni útvarpað þannig að áhorfendur gátu notið myndarinnar í bílum sínum með poppkorn og candy-floss í hönd.

Planið var fullt þegar myndin hófst en smávægilegir hnökrar urðu á sýningunni sem hófst á nýjan leik rétt fyrir klukkan ellefu.

Björgunarfélag Árborgar sá um hátíðarhöldin á Selfossi í dag og heppnuðust þau vel ef frá er talið óhapp sem varð á bílasýningu í bæjargarðinum.

Fyrri greinSkjálftahrina í Mýrdalsjökli
Næsta greinTíu kitluðu pinnann