Bílabíó á Selfossi á laugardag

Bílabíó á Selfossi. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Næstkomandi laugardag verður Bíóhúsið með bílabíó á planinu við Hótel Selfossí samstarfi við Sveitarfélagið Árborg.

Sýndar verða fjórar myndir og er aðgangur ókeypis. Hljóði myndanna verður útvarpað í bílana og til þess að virða samkomubannið verða samskipti milli bifreiða óheimil. Í hverjum bíl mega eingöngu vera þeir sem nú þegar deila heimili og eiga þar af leiðandi hvort sem er í samskiptum sín á milli sem ekki krefst 2 metra bils.

Fólk er hvatt til að taka nesti en engin sala verður á staðnum. Gestir skulu halda sig í sínum bíl og sýna hverjir öðrum tillitsemi og njóta.

Sýningatímar:
13:30 – Víti í Vestmannaeyjum
16:00 – Löggulíf
18:30 – Dalalíf
21:00 – Með allt á hreinu

Fyrri greinHægist á íbúafjölgun í Árborg
Næsta greinViðbragðsaðilar þurftu að fara í úrvinnslusóttkví