Bíl stolið við bensínstöð

Bíl var stolið við N1 á Selfossi í fyrradag á meðan eigandinn skrapp inn til að borga fyrir bensín.

Ekkert hefur spurst til bílsins síðan.

Bíllinn er rauður af gerðinni Subaru Forester með númerið YY-989. Tjón mannsins er verulegt því að tryggingafélög bæta ekki tjón ef menn skilja lykla eftir í bílum meðan þeir bregða sér frá.

Þeir sem hafa upplýsingar um bílinn eru beðnir um að snúa sér til lögreglunnar á Selfossi í síma 480-1010.