Bíl stolið úr björgunarmiðstöð

Grárri bifreið af gerðinni Skoda Oktavia með skráningarnúmerið GNA81 var stolið frá björgunarmiðstöðinni í Árnesi um helgina.

Stuldurinn átti sér stað einhvern tímann á bilinu frá því um miðjan dag á föstudag þar í gær þegar eigandinn ætlaði að vitja bílsins en greip þá í tómt.

Verði menn bifreiðarinnar varir eru þeir beðnir að gera lögreglu viðvart í síma 480 1010