Bifreið hvarf af vettvangi slyss

Frá vettvangi slyssins við Þrengslavegamót. Ljósmynd/Lögreglan

Lögreglan á Suðurlandi lýsir eftir bifreiðinni PHH72 sem sjá má á meðfylgjandi mynd sem tekin var eftir umferðaróhapp sem ökumaður hennar lenti í um kl. 18:00 í gær (þriðjudagskvöld), við gatnamót Suðurlandsvegar og Þrengslavegar.

Þegar vinnu lögreglu og sjúkraliðs á vettvangi lauk var bifreiðin skilin eftir en þegar dráttarbílaþjónusta kom á vettvang innan við klukkustund síðar var hún horfin og virðist hafa verið ekið af vettvangi þrátt fyrir skemmdir á framenda.

Bifreiðin er af gerðinni Toyota Avensis árgerð 2014 hvít að lit. Þeir sem telja sig hafa upplýsingar um málið eru hvattir til að hafa samband við lögregluna á Suðurlandi í síma 444 2000, hér á facebook, í tölvupósti sudurland@logreglan.is eða í síma 112.

Fyrri greinElfar Ísak heim í Selfoss
Næsta greinBörnin syngjandi glöð á öskudaginn