Bifreið gjörónýt eftir eld

Mikill eldur var í bifreiðinni er slökkviliðsmenn komu á vettvang. Ljósmynd/Brunavarnir Árnessýslu

Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu á Selfossi voru boðaðir út rétt eftir klukkan eitt í nótt vegna elds í bifreið sem stóð fyrir utan veitingastað við Austurveg á Selfossi.

Mikill eldur var í bifreiðinni er slökkviliðsmenn komu á vettvang en greiðlega gekk að slökkva eldinn.

Bifreiðin er gjörónýt eftir brunann. Eldsupptök eru óljós á þessari stundu.

Fyrri greinFimm HSK met sett á Silfurleikum
Næsta greinAuglýst eftir tillögum að nöfnum á göturnar