Bifhjólamaður axlarbrotnaði – annar á ofsahraða

Bifhjólamaður á þrítugsaldri slasaðist þegar hann missti stjórn á hjóli sínu við Svínahlíð á Grafningsvegi í gærkvöldi og féll í götuna.

Hann axlarbrotnaði í fallinu en endaði utan vegar, á steini og er talið ónýtt. Engar vísbendingar eru um hraðakstur.

Annar bifhjólamaður var hinsvegar stöðvaður og tekinn úr umferð eftir að hafa mælst á 154 kílómetra hraða Við Tún, rétt austan við Selfoss, í gærkvöldi.

Hann verður sviptur ökuréttindum í mánuð og fær 130 þúsund króna sekt.