Bifhjól fældu hest – Þrjú ökklabrot

Í síðustu viku slasaðist kona á höfði eftir að hafa fallið af hestbaki við Friðheima í Biskupstungum.

Konan var í útreiðatúr meðfram þjóðveginum þeg nokkur bifhjól áttu leið hjá. Hesturinn fældist hljóðin frá bifhjólunum og tók á stökk með fyrrgreindum afleiðingum. Konan hlaut skurði og skrámur í andliti. Hjálmur sem konan var með á höfði brotnaði þegar hún lenti.

Erlendur ferðamaður ökklabrotnaði þegar hann hrasaði á göngu í Reykjadal um helgina.

Annar ferðamaður skaddaðist á ökla við Kerið í Grímsnesi. Hann var í hópi fólks sem ferðaðist í rútu. Ferðamaðurinn hélt áfram með rútunni að Geysi. Þar var hann orðinn svo bólginn á öklanum að kallað ver eftir sjúkrabíl til að sækja hann að Geysi.

Þriðja ökklamál kom upp í Kerlingarfjöllum er erlendur ferðamaður lét vita af sér í síma að hann hefði dottið og kenndi til í ökla auk þess að vera illa búinn og blautur. Ekki var vitað hvar maðurinn nákvæmlega var staddur. Starfsmenn í Kerlingarfjöllum gerðu leit að manninum og fundu hann þreyttan og villtan nokkru þremur klukkustundum eftir að hann hafði símasamband við lögreglu.