Biðlistar styttast í Ölfusinu

Sveitarfélagið Ölfuss og Hveragerðisbær hafa undirritað samkomulag um aukningu á leikskólaplássum fyrir Ölfus á leikskólum í Hveragerði.

Fyrir hendi var samningur fyrir sex börn og nú bætast við pláss fyrir önnur sex börn.

Við þetta styttast biðlistar fyrir leikskólabörn í Ölfusi og er biðlisti nú óverulegur eftir því sem fram kemur á heimasíðu sveitarfélagsins.

Fyrri greinNína í höfuðstöðvarnar
Næsta greinLeggst gegn áformum um virkjun í Ölfusá