Biður Íslendinga afsökunar

Framkvæmdastjóri tékknesku ferðaskrifstofunnar Aventura biður Íslendinga afsökunar á slysinu sem átti sér stað í Blautulónum þar sem rúta á vegum Aventura sökk í lónið.

Ferðaskrifstofan segist ætla að greiða allan kostnað sem fallið hafi vegna þess og hún ætlar að láta laga skemmdir á sem kunnu að hafa orðið við Blautulón.

„Við viljum einlægleg biðjast Íslendinga og náttúru landsins afsökunar,“ segir í yfirlýsingunni sem Petr Novotný, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar, sendi fjölmiðlum í kvöld.

„Við viljum þakka öllum borgurum Íslands sem hjálpuðu okkur á síðustu dögum og buðu fram aðstoð, gistingu, hlý föt og mat meðan á björgun ferðamannanna stóð yfir. Við þökkum einnig hótelum og þeim sem buðu fram hús sín og þeim sem björguðu farangri ferðamannanna úr bílnum. Við þökkum sem fluttu ferðamennina á flugvöllinn og greiddu fyrir því að þeir kæmust í flug, m.a. þeim sem buðu fram hressingu í flugvélinni. Við fundum virkilega fyrir hlýjum stuðningi.

Við þökkum líka þeim sem hjálpuðu við að ná bílnum upp af botni Blautulóna og aðstoðuðu við að laga bílför á bakkanum. Við kunnum að meta vináttu og hjálp sem okkur hefur verið sýnd í þau 20 ár sem við höfum starfað í ferðaþjónustu.“