Biðlar til fyrirtækja vegna tækjaskorts

Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands, sagði við brautskráningu frá skólanum um síðustu helgi að ríkisvaldið hafi samþykkt að leggja ekki nema tæp 10% heildarbyggingakostnaðar við nýja verknámshúsið í kaup á tækjum.

Slíkt sé of lítið.

„Því biðlum við til fyrirtækja í nærumhverfi skólans að styðja okkur við fjármögnun á þeim búnaði sem þarf, til að hægt verði að fullmennta ungmennin á sem nútímalegasta hátt,“ sagði Olga Lísa í ræðu sinni.

Með byggingunni verði brotið blað í aðstöðu og námsframboði skólans því ungmenni Suðurlands munu fá mun betri aðstöðu til náms í verklegum greinum og ná að fullnema sig í fleiri löggildum iðngreinum en nú er hægt.

Fyrri greinFækkað um fjögur rými
Næsta grein28 milljónir til 66 verkefna