Bíða eftir fundi með ráðherra

Mikil ásókn er í hjúkrunarrými og þyngist heldur. Samtök Sunnlenskra sveitarfélaga hafa ítrekað óskað eftir fundi með velferðarráðherra vegna málsins og var erindi sent ráðuneytinu í apríl og það ítrekað nú í ágúst.

Að sögn Unnar Þormóðsdóttur, stjórnarmanns í SASS, sem einnig situr í starfshópi á vegum Héraðsnefndar Árnesinga um þessi mál vonast hún eftir að ráðherra geti hitt þau fljótlega án þess að þau hafi fengið nein viðbrögð um slíkt.

Hún segir sífellt fleiri bætast á biðlista en hún og félagaar hennar í starfshópnum eru þessa dagana að taka saman gögn um þörf á dvalar- og hjúkrunarrýmum sem kynnt verða í tengslum við fundi við ráðherra.

Fyrri greinVerslunin allt of lítil fyrir sumarvertíðina
Næsta greinLeikir dagsins: Selfoss, Ægir og KFR með mikilvæga sigra