BFÁ fékk bát að gjöf frá aðstandendum Guðmundar Geirs

Í dag fékk Björgunarfélag Árborgar afhentan nýjan slöngubát en báturinn er gjöf frá aðstandendum Guðmundar Geirs Sveinssonar sem talið er að hafi fallið í Ölfusá aðfaranótt 26. desember 2015.

Umfangsmikil leit fór fram að Guðmundi sem enn hefur ekki fundist og hefur formlegri leit verið hætt. Það voru bræður Guðmundar og faðir þeirra sem afhentu Tryggva Hirti Oddsyni og Karli Hoffritz bátinn í þakklætisskyni fyrir störf björgunarsveitarinnar við leitina.

Báturinn, sem hefur fengið nafnið Guðmundur Geir, mun nýtast meðlimum björgunarfélagsins vel við leit og björgun á Ölfusá, sem og sjó og vötnum, en kominn var tími á endurnýjun á eldri bát sveitarinnar.

Björgunarfélagið vill koma á framfæri miklum þökkum til fjölskyldu Guðmundar Geirs fyrir gjöfina.

Fyrri greinMikill ungmennafélagsandi hjá Hrunamönnum
Næsta greinÖlfus rekið með 158 milljóna króna hagnaði