Beygði frá kind og valt

Erlendur ferðamaður missti stjórn á bíl sínum á Skeiða- og Hrunamannavegi sunnan við Flúðir í morgun, ók útaf og velti bílnum.

Ökumaðurinn var að forðast kind sem hljóp yfir veginn og missti hann við það stjórn á ökutækinu.

Tveir voru í bílnum og sluppu án meiðsla en bifreiðin skemmdist nokkuð.

Fyrri greinKvótaniðurskurður í Þorlákshöfn
Næsta greinVallarmetið tvíbætt á Kiðjabergi