Betur fór en á horfðist á Lyngdalsheiði

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Neyðarlínan fékk tilkynningu um bílveltu á Lyngdalsheiðarvegi, skammt frá Markahryggjum, á fjórða tímanum í dag.

Mikið viðbragð var vegna slyssins en sex manneskjur voru um borð í bílnum og var í fyrstu talið að einhverjir væru alvarlega slasaðir. Því fór fjöldi sjúkra- og lögreglubíla frá Selfossi á staðinn.

Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Árnessýslu voru meiðsli fólksins minni en óttast var í upphafi og ekki þurfti að beita klippum til að ná fólkinu út, en tækjabíll BÁ frá Laugarvatni var meðal annars kallaður á vettvang.

Fyrri greinFramfaralistinn býður fram í Flóahreppi
Næsta greinSelfoss bikarmeistari í 3. flokki karla