Grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan fór fram á Selfossi um helgina en þar voru komnir allir helstu grill sérfræðingar á Íslandi, bæði í fagmanna- og áhugamannaflokki. Það ætti ekki að hafa komið neinum á óvar því þar fór fram keppnin um “grill pylsu ársins”. sem er mjög vinsæl keppnin enda landsmenn sólgnir í grillaðar pylsur. Í ár var ekkert gefið eftir og dómnefndin átti fullt í fangi með verkefnið sitt. Þá er ekki allt um talið því á hátíðinni voru öll stærstu grill merki landsins með sýningarbása og allir helstu kjötframleiðendur kepptust við að fanga bragðlauka gesta og gangandi.
Grillmeistarar krýndir
Í keppninni um “Grillmeistarann” var það var það Marín Hergils Valdimarsdóttir sem sigraði í flokki áhugamanna en í flokki fagmanna var það David Clausen Pétursson sem sigraði og það í annað árið í röð. Hvort um sig hlaut ostakörfu frá MS, grill og kol frá Weber, gjafapoka frá BBQ Kónginum og gjafabréf frá Sælkerabúðinni. Í keppni framleiðenda um titilinn „Grillpylsa ársins“ var það Ali sem bar sigur úr bítum.
Dómnefnd fagfólks átti fullt í fangi
Dómnefndin í ár var ekki skipuð neinum byrjendum en það voru þau: Inga Katrín Guðmundsdóttir betur þekkt sem grilldrottningin, þá var það BBQ kóngurinn Alfreð Fannar Björnsson sem jafnframt formaður dómnefndar, Ívar Örn Hansen sem við þekkjum sem Helvítis kokkinn á Stöð 2 og Jóhann Sveinsson var fulltrúi Íslenska kokkalandsliðsins í ár.
Gústi BBQ var kynnir
Kynnir keppninar var hin skeleggi Gústi B. en fáir vita að B-ið er stytting á BBQ og fór hann á kostum sem fyrr.
Grillað fyrir góðan málsstað
Kótelettan og Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna voru svo með sýna árlegu sölu á kótelettum á hátíðinni. Söfnunin var haldin í samstarfi við Kjötbankann, Ali matvörur, kjarnafæði, SS og Stjörnugrís.
Steindi og Auddi voru meðal þeirra sem rifu í grill spaðana og létu gott af sér og frá sér leiða. Kótelettan og samstarfsaðilar hennar eru með þessu árlega verkefni sínu einn stærsti stuðningsaðili Styrktarfélagsins á Íslandi.
Myndirnar hér fyrir neðan tók Mummi Lú fyrir Kótelettuna.