Besti dagur sumarsins í Rangánum

Gærdagurinn var besti dagur sumarsins í Rangánum en 74 laxar komu á land í Ytri-Rangá í gær og 60 í þeirri eystri eftir frekar rólega byrjun á veiðisumrinu.

Fram að gærdeginum höfðu 366 laxar komið á land í Ytri-Rangá og vestubakka Hólsár og 288 í Eystri-Rangá.

Í báðum ám er mikið af laxi að ganga upp árnar og efri veiðisvæðin eru að gefa laxa. Það verður því spennandi að fylgjast með Rangánum á næstu dögum.