„Best of the best“ á Lemon míní

Lemon míní opnaði nýverið á Olís þjónustustöðinni á Selfossi. (F.v.) Birgitta Sævarsdóttir, verslunarstjóri Olís Selfossi, Gurrý Indriðadóttir, markaðsstjóri Lemon, Haukur Víðisson, veitingastjóri Olís, Jóhanna Soffía Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Lemon og Jón Árni Ólafsson, sviðsstjóri smásölusviðs Olís. Ljósmynd/Aðsend

Það hefur fjölgað hratt í hópi þeirra þjónustustöðva Olís sem bjóða upp á Lemon sem hluta af sínu vöruvali. Lemon rekur nú þegar hefðbundna staði í Norðlingaholti og í Gullinbrú og viðtökur þar hafa verið vonum framar.

Á undanförnum vikum hafa þjónustustöðvar Olís í Borgarnesi, á Akranesi og nú síðast á Selfossi bæst í hópinn. Á þessum staðsetningum er boðið upp á Lemon míní þar sem fjórar vinsælustu tegundirnar af djúsum og samlokum Lemon eru á boðstólnum. Á Selfossi og Akranesi er einnig hægt að fá veitingar afgreiddar í lúgu, bæði Lemon míní og Grill 66. Lemon míní er skemmtileg viðbót við Grill 66 matseðilinn og fjölgar þeim hollu valkostum sem í boði eru. Það má því segja að allir geta fengið eitthvað við sitt hæfi með viðkomu á Olís.

„Lemon míní er aðeins minni útgáfa af Lemon eins og nafnið gefur til kynna. Á Lemon míní er hægt að fá fjórar tegundir af samlokum og fjórar tegundir af djúsum. Um er að ræða „best of the best“ hjá Lemon. Við hjá Lemon leggjum áherslu á að mæta ólíkum þörfum viðskiptavina okkar með sælkerasamlokum og hollum djúsum. Við erum mjög spennt fyr­ir míní stöðunum okkar hjá Olís. Við telj­um að viðskipta­vin­ir fagni því að geta gripið með sér holl­ar og bragðgóðar sam­lok­ur og sól­skin í glasi inn í fjöl­breytt verk­efni dags­ins,“ segir Gurrý Indriðadóttir, markaðsstjóri Lemon.

Feikilega góðar viðtökur
Jón Árni Ólafsson, sviðsstjóri smásölusviðs Olís, segir að Olís kappkosti að bjóða viðskiptavinum sínum upp á fjölbreytta þjónustu og veitingar á þjónustustöðvunum.

„Samhliða því að endurnýja allar þjónustustöðvar okkar erum við að opna Lemon míní veitingastaði á völdum stöðvum um land allt. Þannig geta viðskiptavinir valið um ferska safa og samlokur frá Lemon míni eða gómsæta hamborgara frá Grill 66. Við höfum fengið feikilega góðar viðtökur á nýju Lemon stöðvunum og bjóðum alla velkomna í heimsókn til okkar,“ segir Jón Árni.

Fyrri greinÚrvalslið á upplestri í Bókakaffinu
Næsta grein„Fundum það strax að þetta gæti orðið eitthvað“