Best að vinna hjá Önnu Birnu

Sýslumannsembættið í Vík er stofnun ársins í flokki minni stofnana. Niðurstöður úr árlegri könnun stéttarfélagsins SFR voru kynntar á dögunum.

Anna Birna Þráinsdóttir, sýslumaður, og starfsfólk hennar endurheimta því titilinn frá sýslumannsembættinu á Hvolsvelli sem komst ekki inn á topp fimm að þessu sinni. Sýslumannsembættið í Vík fékk einkunnina 4,79 af 5 mögulegum.

Þetta er í sjötta sinn sem SFR stendur að vali á stofnun ársins. Sérstakur saksóknari sigraði í hópi stærri stofnana og Landgræðslan í Gunnarsholti varð í 3. sæti, annað árið í röð.

Könnunin var gerð meðal félagsmanna SFR, þátttakendur voru spurðir um trúverðugleika stjórnenda, vinnuskilyrði, ímynd, sjálfstæði, sveigjanleika, ánægju með launakjör og fleira .

Fyrri greinHamar áfram í bikarnum
Næsta greinHamar bikarmeistari HSK í körfu