Berglind kosin í stjórn Félags húsgagnabólstrara

Á myndinni eru (f.v.) Heiða Harðardóttir, Berglind Hafsteinsdóttir og Þórhalla S. Sigmarsdóttir.

Aðalfundur Félags húsgagnabólstrara var haldinn í síðustu viku í Húsi atvinnulífsins. Á fundinum var ný stjórn félagsins kosin og í fyrsta skipti í sögu félagsins er stjórnin nú einungis skipuð konum.

Heiða Harðardóttir tekur við sem formaður félagsins af Ásgrími Þór Ásgrímssyni. Auk Heiðu skipa nýju stjórnina þær Berglind Hafsteinsdóttir, gjaldkeri sem rekur Bólsturlist ehf á Selfossi, og Þórhalla S. Sigmarsdóttir, ritari.

Félag húgsgagnabólstrara á sér langa sögu en félagið var stofnað árið 1928.

Fyrri greinSelfoss fékk Víking í bikarnum
Næsta greinEnginn bilbugur á Selfosskonum – Harpa bætist í hópinn