Berghólar fallegasta gatan í Árborg

Frá afhendingu viðurkenningarinnar í Berghólum síðastliðinn fimmtudag. Ljósmynd/arborg.is

Umhverfisnefnd Árborgar hefur valið götuna Berghóla á Selfossi fallegustu götuna í sveitarfélaginu árið 2020.

Viðurkenningin var afhent síðastliðinn fimmtudag en Eggert Valur Guðmundsson, formaður bæjarráðs og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, afhjúpuðu þá skilti við götuna ásamt nokkrum af íbúum hennar.

Yngsti íbúi götunnar, Aron Elí Ásgeirsson, dró huluna af skiltinu sem mun standa við Berghóla næsta árið.

Fyrri greinGuðrún skoraði glæsilegt sigurmark
Næsta greinNýliðarnir lögðu deildarmeistarana