Bergþóra gaf sjónvarp á Kirkjuhvol

Í tilefni af 80 ára afmæli Kvenfélagsins Bergþóru í Vestur-Landeyjum, ákvað kvenfélagið að færa hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli að gjöf 50" Panasonic sjónvarpstæki af fullkomnustu gerð.

Er það einlæg von kvenfélagskvenna að gjöfin verði heimilisfólki bæði til gagns og ánægju.

Kvenfélagið færði einnig Hildi Ágústsdóttur frá Klauf í Vestur-Landeyjum gjöf frá kvenfélaginu en hún varð 80 ára þann 13. október síðastliðinn. Hildur gekk í kvenfélagið 1971 og gengdi formennsku í samtals 24 ár, samfellt frá 1991 – 2009 og áður frá 1982 – 1988. Félagskonur eru þakklátar Hildi fyrir vel unnin störf í gegnum tíðina.

Fyrri greinBrúin yfir Eldvatn opnuð fyrir léttri umferð
Næsta greinNý bók frá Jóni Hjartarsyni