Bensínið ódýrast á Selfossi

Hvergi á landinu er ódýrara að kaupa bensín en á Selfossi. Lítrinn af 95 oktana bensíni kostar 187 krónur hjá Orkunni.

Bensínið á Selfossi er tólf krónum ódýrara en í Þorlákshöfn. Á Selfossi kostar lítrinn 187,0 krónur en hann kostar 199,0 í Þorlákshöfn, samkvæmt upplýsingum vefsíðunnar gsmbensín.is. Frá því kl. 8 í morgun hefur bensínverð á Suðurlandi lækkað um 10 aura á flestum sjálfsafgreiðslustöðvum.

Á höfuðborgarsvæðinu kostar lítrinn minnst 192,10 krónur, hjá Orkunni, sem er 5,1 krónu dýrara en á Selfossi.