Beltin björguðu í rútuslysi

Rúta með 42 farþega innanborðs valt á hliðina á Þingvöllum síðdegis í gær þegar vegkantur gaf sig. Engin slys urðu á fólki og má líklega þakka það bílbeltanotkun þar sem allir voru með beltin spennt.

Brunavarnir Árnessýslu voru boðaðar frá Laugarvatni ásamt Sjúkraflutningum HSU og Lögreglunni á Suðurlandi. Í viðbót sendu Brunavarnir Árnessýslu mannskapsrútu frá Selfossstöðinni með fleiri slökkviliðsmenn til að aðstoða fólk og koma því í skjól.

Ásamt því að aðstoða farþega rútunnar þurftu slökkviliðsmenn að aðstoða við flutning hennar af vettvangi og hindra að spilliefni lækju út í náttúruna.

Fyrri greinMaðurinn er erlendur hælisleitandi
Næsta greinFannar fjórði eftir fyrsta dag