Beltin björguðu er bílstjórinn sofnaði

Fjögur ungmenni sluppu með minniháttar meiðsli eftir bílveltu á Skeiða- og Hrunamannavegi um klukkan hálffimm í nótt.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi er talið að ökumaðurinn hafi sofnað undir stýri. Bifreiðin hafnaði ofan í skurði skammt frá Gunnbjarnarholti og skemmdist töluvert.

Tveir piltar og tvær stúlkur voru í bílnum og voru þau öll í bílbelti.

Fyrri greinSinueldar ógnuðu húsum
Næsta greinHáhyrningur í höfninni á Stokkseyri