Til átaka kom á milli tveggja fanga í fangelsinu á Litla-Hrauni í dag. Annar þeirra réðist að hinum með hníf.
Ríkisútvarpið greindi fyrst frá þessu og staðfesti Kristín Eva Sveinsdóttir, forstöðumaður á Litla Hrauni, atvikið í samtali við RÚV.
Fangaverðir brugðust skjótt við og náðu að stíga inn á milli áður en illa fór. Fangaverðirnir slösuðust ekki en annar fanginn hlaut skurð á handlegg. Áverkarnir voru ekki alvarlegir.
Mennirnir sitja báðir í einangrun á meðan málið er til athugunar en lögreglan á Suðurlandi mun rannsaka málið.
