Beint frá býli dagurinn í Efstadal II

Í Efstadal.

Sunnudaginn 20. ágúst verður Beint frá býli dagurinn haldinn hátíðlegur í Efstadal II í Bláskógabyggð. Tilefnið er 15 ára afmæli félagsins Beint frá býli en haldnir verða haldnir afmælisviðburðir um land allt frá kl. 13-17.

Gestir munu geta notið alls þessa sem Efstidalur II hefur uppá að bjóða. Sama daga verða félagsmenn í Beint frá býli á Suðurlandi einnig með kynningu á sínum vörum og starfsemi í Efstadal.

Í tilefni af afmælinu verður boðið upp á afmælisköku, kaffi og djús. Í Efstadal eru svo seldar veitingar af ýmsu tagi, heimagerður ís, kaffihús og veitingastaður.

Í Efstadal er margt að sjá og gera. Skoða kýrnar, klappa hestunum og börn geta látið teyma undir sér auk þess sem hænurnar eru á vappi í kringum hænsnakofann. Svo má skoppa á hoppubelgnum og hafa gaman á leiksvæðinu. Allir velkomnir.

Fyrri grein„Lítum okkur nær í Árborg okkar allra“
Næsta greinÖruggur sigur í lokaumferðinni