Beinin ekki mannabein

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Beinin sem fundust í ruslapoka í hraungjótu í Kömbunum í gærkvöldi hafa nú verið skoðuð af sérfræðingi og er niðurstaðan sú að ekki er um mannabein að ræða.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.

Ásamt beinunum fundust inniskór af kvenmanni, nælonsokkar og brotnar glerflöskur. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni báru þessir munir með sér að hafa legið í gjótunni um langan tíma.

Fyrri greinSegir athugasemdir ráðuneytisins vekja mikla furðu
Næsta grein„Fólk hefur ekki hlustað á Hipsumhaps fyrr en það hefur mætt á tónleika“