Beata ráðin fjölmenningarfulltrúi

Beata Rutkowska. Ljósmynd/Facebook

Beata Rutkowska hefur verið ráðin í 25% starf fjölmenningarfulltrúa í Mýrdalshreppi.

Miklar breytingar hafa orðið á samsetningu íbúa í Mýrdalshreppi síðustu árin en af 851 íbúum í hreppnum eru 460 erlendir ríkisborgarar, eða 54,1 prósent.

Í frétt frá Mýrdalshrepp segir að það sé áskorun að virkja þennan stóra hóp til þátttöku í samfélaginu en um leið þarfnist samfélagið fjölbreyttrar reynslu þeirra og menntunar. Því hafi fjölmenningarfulltrúinn verið ráðinn.

Beata hefur starfað á skrifstofu Mýrdalshrepps í 75% starfi sem þjónustufulltrúi frá árinu 2018 og mun hún áfram sinna því starfi, en bæta við sig 25% starfi fjölmenningarfulltrúa. Beata er fædd í Póllandi en hefur búið í Vík síðustu fjórtán ár.

Helstu verkefni hennar verða að miðla upplýsingum sem gagnast nýjum íbúum á heimasíðu sveitarfélagsins, annast upplýsingagjöf til nýrra íbúa, gera kynningarefni og greina upplýsingar um stöðu nýrra íbúa í sveitarfélaginu. Frá 1. ágúst verður hún með fasta viðtalstíma í Kötlusetri einu sinni í viku.

Fyrri greinÁhyggjulaust ævikvöld
Næsta greinSelfoss áfram á toppnum