Beðið með goslokayfirlýsingu

Vísindamenn vilja bíða fram yfir helgi áður en kveðið verður upp um goslok í Eyjafjallajökli.

Almannavarnir funduðu í gær með vísindamönnum. Enn mælist lítilsháttar órói í jöklinum og GPS mælingar sýna lítilsháttar yfirborðsbreytingar.

Yfirborð jökulsins hefur verið kannað og leiddi sú könnun í ljós að það er mjög óstöðugt og getur skriðið fram hvenær sem er.

Stefnt er að því að opna fyrir umferð í Þórsmörk eins fljótt og auðið er og talið er líklegt að Fimmvörðuháls verði hafður utan lokunarsvæðisins á jöklinum.