Beðið eftir varmadælu

Ný varmadæla, sem ætlað er að dragi úr kyndingarkostnaði á íþróttamannvirkjum á Kirkjubæjarklaustri, verður sett upp í ágúst.

Ekki er vitað hversu langan tíma tekur að setja dæluna upp að sögn sveitarstjórans, enda er hér um að ræða verkefni sem hefur ekki verið ráðist í áður hér á landi.

Þrátt fyrir að hafa ekki lengur sorpbrennsluofn til kyndingar á sundlauginni þá hefur hún verið opin í allt sumar. „Það þarf talsvert rafmagn til að kynda hana, með tilheyrandi kostnaði,“ segir Eygló Kristjánsdóttir, sveitarstjóri.

Varmadælan kostar um 40 milljónir króna en með henni eru vonir bundnar til að koma megi kyndikostnaði sundlaugarinnar niður um helming.

Fyrri greinLögreglan býður upp á blástur
Næsta greinFráveitumálin til athugunar