Bátasmíði í rigningu

Vel tókst til með smíðadag í Sjóminjasafninu á Eyrarbakka í gær.

Þrátt fyrir rigningu og dumbung mætti fjöldi fólks með hamarinn sinn í Sjóminjasafnið og smíðaði úr öllu tiltæku efni. Þarna komu börnin í fylgd með pabba, mömmu, afa og ömmu svo það ríkti mikil fjölskyldustemning á svæðinu.

Bátasmíðin var allra vinsælust en þeir áköfustu létu sér nægja sverðasmíðina. Smiðirnir Guðmundur og Gísli Kristjánssynir á Eyrarbakka lögðu þessu verkefni lið með efni og annarri hjálp.

Að sögn Lindu Ásdísardóttur, safnvarðar, var smíðadeginum svo vel tekið að öruggt er að hann verði endurtekinn á safninu við önnur tilefni.

Fyrri greinBrotist inn í tvo bústaði
Næsta greinDagbók lögreglu: Vatnavextir og ölvunarakstur