Bátaþjófar við Þingvallavatn

Hvítum trefjaplastbát var stolið við sumarbústað í Mjóanesi við Þingvallavatn í síðustu viku.

Báturinn er af gerðinni BROOM og er búinn utanborðsmótor.

Þjófarnir brutu lás á hliði til að komast að bátnum en af einhverjum ástæðum skildu þeir eftir annan lás eftir með lyklum í.

Þjófnaðurinn átti sér stað einhvern tímann á bilinu 6.-8. júlí. Þeir sem hafa séð til bátsins eða hafa upplýsingar um málið eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á Selfossi.