Báru göngumann niður Ingólfsfjall

Lögregla og sjúkraflutningamenn báru fjallgöngumann niður Ingólfsfjall á tólfta tímanum í gærkvöldi en maðurinn var í andnauð.

Maðurinn var á göngu með hópi fólks sem hafði gengið þvert yfir fjallið og var á leið niður gilið við Þórustaðanámu. Maðurinn var í um 180 m þegar hann hné niður. Hann var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík.

Björgunarsveitir í Árborg, Hveragerði og á Eyrarbakka voru kallaðar út vegna þessa en þegar þær komu á staðinn hafði maðurinn verið fluttur niður.

Fyrri greinGott sumar framundan
Næsta greinMarvin og Kristrún best