Barst hálfan kílómeter með straumnum

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti í gærkvöldi pólskan ferðamann sem var í hrakningum uppi við Hofsjökul. Maðurinn féll í eina af Þjórsárkvíslum og barst 400-500 metra með straumnum.

Maðurinn var á göngu þvert yfir landið á leið frá Reykjanesi að Langanesi.

Að sögn lögreglunnar á Selfossi náði maðurinn að komast af sjálfsdáðum í land og gera vart við sig. Hálendisvakt Landsbjargar var í samskiptum við manninn en á endanum var ákveðið að senda þyrluna eftir honum.

Þyrlan lenti með manninn í Reykjavík um klukkan eitt í nítt. Hann var þokkalega haldinn bæði kaldur og hrakinn eftir volkið.