Barnið hlaut ekki alvarlegan skaða

Barnið sem flutt var á sjúkrahús eftir að hafa borðað uppþvottaefni í Hveragerði á fimmtudag hlaut ekki alvarlegan skaða af.

Þvottaefnið hafði ekki allt skolast úr þvottaefnishólfi uppþvottavélarinnar eftir að vélin hafði lokið þvottinum.

Barnið, sem er níu mánaða gamalt, komst í efnið þar sem vélin stóð opin og það setti smávegis af því upp í sig.

TENGDAR FRÉTTIR:
Ungt barn borðaði uppþvottaduft