Barnabær 2016 sló í gegn

Nemendur og starfsfólk Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri héldu hinn árlega Barnabæ hátíðlegan í dag. Stemningin var einstök og veðurguðirnir léku við hvern sinn fingur.

Mikil undirbúningsvinna fór fram dagana 30. maí til 2. júní þar sem nemendur 1.-10. bekkjar unnu ásamt starfsmönnum að sérstökum verkefnum sem voru svo tilbúin Barnabæjardaginn sjálfan.

Sérstakir gestir voru elstu nemendur leikskólanna Brimvers og Æskukots og einnig tók foreldrafélag skólans þátt.

Mikill fjöldi gesta heimsótti skólann á Barnabæjardaginn þar sem hægt var að kaupa baðsölt, matvörur, skartgripi fara í andlitsmálningu, hlusta á útvarp Barnabæ, fá sé kaffi og kökur, fara í allskyns þrautir og sjá stuttmynd gerða af nemendum í BíÓ BES svo fátt eitt sé nefnt.

Myndir frá Barnabæ má sjá á Facebooksíðu BES