Barn slasaðist alvarlega í dráttarvélarslysi

Barn slasaðist alvarlega í dráttarvélarslysi eftir hádegi í dag á bæ í Vestur-Skaftafellssýslu.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að lögregla, læknir og sjúkralið séu við vinnu á vettvangi og ekki sé unnt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Fyrri greinSamið við Steinsholt um aðalskipulagsgerð
Næsta greinBenedikt hættir hjá Þór