Barn í sjóinn í Reynisfjöru

Í Reynisfjöru. Mynd úr safni. Ljósmynd/Lögreglan á Suðurlandi

Laust fyrir kl. 15 í dag fékk Neyðarlínan tilkynningu um að manneskja hefði farið í sjóinn við Reynisfjöru. Björgunarsveitir, lögregla og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út til leitar á vettvangi.

Samkvæmt heimildum sunnlenska.is lentu faðir og tvö börn hans í sjónum. Faðirinn og annað barnið komust í land en hitt, barnung stúlka varð eftir í sjónum. Þau eru erlendir ferðamenn.

Kl. 16:54 sendi lögreglan á Suðurlandi frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að stúlkan sé fundin og verið sé að flytja hana á sjúkrahús í Reykjavík. Ekki er vitað um ástand hennar.

Fyrri greinHvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins
Næsta greinSkin og skúrir á traktoratorfærunni