Fjöldi kvenna í Rangárþingi safnaðist saman á Hvolsvelli í gær til að taka þátt í kvennaverkfallinu 2025.
Þátttakendur héldu kröfugöngu um bæinn og sýndu þannig samstöðu með konum um allt land sem lögðu niður vinnu þennan dag undir slagorðinu „Jafnrétti er ekki sjálfgefið“.
Meðal annars fluttu ræður fjórar konur sem mættu á Arnarhól fyrir 50 árum. Það var á sínum tíma sögulegur viðburður á alheimsvísu enda lögðu 90% kvenna á Íslandi niður vinnu þann dag til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir samfélagið.



