Bannað að borða á belgnum

Ærslabelgurinn á Hellu. Ljósmynd/ry.is

Búið er að setja upp ærslabelg á Hellu en hann er staðsettur á útivistarsvæðinu í Nesi.

Belgurinn er strax orðinn mjög vinsæll en hann er ætlaður öllum sem hafa gaman að því að hoppa og leika sér, ungum sem öldnum.

Fimm reglur gilda fyrir belginn og er reyndar gott fyrir alla að hafa þær í huga, því ærslabelgir spretta nú upp um allar jarðir.

1. Fara þarf úr skónum áður en að farið er á belginn
2. Ekki er leyfilegt að hoppa með gleraugu
3. Ekki er leyfilegt að hoppa með oddhvassa hluti
4. Ekki  er leyfilegt að hoppa í rigningu
5. Ekki er leyfilegt að borða á belgnum

Fyrri greinMikil velta á fasteignamarkaði
Næsta greinSex metra langur humar við hafið