Bankarnir hafa ekki meira að sækja til fólks

Fjöldi mála sem tekin voru fyrir í Héraðsdómi Suðurlands í fyrra dróst saman um 40% frá árinu áður.

Alls voru innkomin mál hjá héraðsdómi 1.845 árið 2010 og hefur fjöldi mála ekki verið minni síðan 2005 þegar þau voru 1.735 talsins. Árið 2009 voru þau 2.656. Fækkar því um liðlega átta hundruð mál hjá dómnum.

Réttargjöld hafa hækkað mjög mikið og segir viðmælandi Sunnlenska úr hópi lögmanna að áhættumikið sé sækja skuldir með dómi og ekki borgi sig að fara þá leið í að innheimta lágar skuldir. Bankarnir hafi ekki meira að sækja til fólksins og afskrifi í staðinn.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu PANTA ÁSKRIFT

Fyrri greinKynntu eldfjallasvæðið frá Heklu til Eyja
Næsta greinEnsími í Hvíta í kvöld