Bangsímon dansaði og söng

Fjölbrautaskóli Suðurlands fylltist af dansandi böngsum, nánar tiltekið Bangsímon böngsum síðastliðinn föstudag, en þar voru á ferð dimmitantar, nemendur sem stefna á að ljúka námi á haustönn.

Bangsarnir stigu dans og sungu fyrir nemendur og starfsfólk. Því næst gæddu þeir sér á kjötsúpu með starfsfólki og héldu svo út í óvissuferð.

Nú er próflestur tekinn við, en um 110 nemendur hyggjast brautskrást úr námi við skólann.

Brautskráning haustannar fer fram laugardaginn 19. desember og hefst kl. 14.

Fyrri greinAllar æfingar falla niður í Hveragerði
Næsta greinLokanir vegna veðurs