Bangsar gleðja börnin

Í síðustu viku afhentu félagar í Lionsklúbbnum Emblu sjúkraflutningamönnum á Heilbrigðisstofnun Suðurlands fimmtíu bangsa að gjöf.

Með þessu vildu Emblukonur bæði styrkja starf sjúkraflutningamanna og starfsemi VISS, en bangsarnir eru búnir til þar. Ætlunin er að sjúkraflutningamenn geti gefið bangsa börnum sem þeir flytja eða þurfa að aðstoða á annan hátt.

Afhendingin fór fram í björgunarmiðstöðinni við Árveg og voru fulltrúar frá VISS viðstaddir afhendinguna.

Sjúkraflutningamenn flytja fjölda barna á ári og kemur þessi gjöf sér einstaklega vel. Að afhendingunni lokinni var Lionskonum og fulltrúum frá VISS kynnt aðstaðan í björgunarmiðstöðinni.

Fyrri greinVarað við vatnavöxtum í Ölfusá og Hvítá
Næsta greinFSu í 3. sæti í Boxinu