Kona sem féll í Brúará við Hlauptungufoss síðdegis í gær lést í slysinu. Hún fannst fljótlega eftir að fyrstu viðbragðsaðilar mættu á vettvang og var úrskurðuð látin á staðnum.
Hin látna var erlendur ferðamaður á fertugsaldri. Tilkynning um slysið barst kl. 16:15 og var fjölmennt lið viðbragðsaðila kallað út.
Þetta er þriðja banaslysið í ánni á síðustu fimm árum og allir hinir látnu eru erlendir ferðamenn.
Rannsókn á tildrögum slyssins er í höndum rannsóknardeildar lögreglustjórans á Suðurlandi.