Banaslys við Hrífunes

Tveir létust í alvarlegu umferðarslysi á Suðurlandsvegi við Hrífunes laust eftir klukkan þrjú í dag. Tveir aðrir eru slasaðir, annar þeirra alvarlega.

Tildrög slyssins liggja ekki fyrir en ökumaðurinn missti stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að tveir köstuðust út úr bifreiðinni.

Tveir eru látnir en þyrlur Landhelgisgæslunnar fluttu þær tvo aðra á sjúkrahús í Reykjavík og er annar þeirra alvarlega slasaður, en fjórir voru í bifreiðinni.

Suðurlandsvegi var lokað við Strandarafleggjara og Skaftártunguafleggjara og umferð er beint um Meðalandsveg og Landbrot. Búið er að opna veginn aftur.

Fyrri greinÞakviðgerðum að ljúka
Næsta greinGengið á Þríhyrning og Heklu