Banaslys við Fagurhólsmýri

Lögreglunni á Suðurlandi barst tilkynning, klukkan 08:44 í morgun, um alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi við Fagurhólsmýri í Öræfasveit.

Fór bifreið þar út af hringveginum og valt, en ökumaður sem var einn í bifreiðinni lést.

Lögreglan á Suðurlandi rannsakar slysið og aðdraganda þess. Enn er unnið að vettvangsrannsókn.