Banaslys í Skaftárhreppi

Banaslys varð á Suðurlandsvegi við Skaftártunguveg, austan Kúðafljóts. Þrjú erlend ungmenni á þrítugsaldri voru í bíl sem valt útaf veginum.

Karlmaður sem sat í aftursæti bifreiðarinnar lést, en hin tvö, karlmaður og kona sem voru í framsætum slösuðust minniháttar.

Fólkið var ferðafólk, nýkomið til Íslands.

Unnið er að rannsókn á tildrögum slyssins en maðurinn sem lést var ekki í bílbelti.

Fyrri greinFylgst með umferð um Suðurstrandarveg
Næsta greinByggingarþjónustan bauð lægst í útiklefa