Banaslys í Silfru

Maðurinn sem fluttur var með þyrlu Landhelgisgæslunnar frá Þingvöllum í dag eftir að hafa verið bjargað á land úr Silfru var úrskurðaður látinn á Landspítalanum skömmu eftir komuna þangað.

Maðurinn mun, að sögn vitna, hafa kallað til aðstoðar vegna andþyngsla og misst meðvitund skömmu eftir að leiðsögumaður kom honum til hjálpar.

Rannsókn málsins er í höndum lögreglunnar á Suðurlandi og verða frekari upplýsingar ekki gefnar fyrr en að lokinni krufningu.

TENGDAR FRÉTTIR:
Slys í Silfru