Stúlkan sem hafnaði í sjónum við Reynisfjöru í dag, var úrskurðuð látin.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi sem fer með rannsókn á tildrögum slyssins.
Laust fyrir kl. 15 í dag var tilkynnt um slysið en lögregla, sjúkralið, björgunarsveitir og þyrla Landhelgisgæslunnar fóru á vettvang. Þyrla Landhelgisgæslunnar fann stúlkuna í sjónum á fimmta tímanum í dag.

